Snjóbrettalandsliðið tekur þátt í Evrópubikar

Efst úr keppnisbrekkunni í Landgraaf
Efst úr keppnisbrekkunni í Landgraaf

Í gær hélt landsliðið á snjóbrettum út til Landgraaf í Hollandi. Á fimmtudaginn fer fram Evrópubikarmót sem liðið tekur þátt í en keppt er í skíðahúsinu í Landgraaf og fer því keppnin fram innandyra.

Liðið renndi sér aðeins í gærkvöldi í húsinu en í dag er formleg æfing fyrir mótið. Á morgun verður keppt á hefðbundnu alþjóðlegu FIS móti og eins og áður segir á Evrópubikarmóti á fimmtudag. Evrópubikarmótaröðin er sú næst sterkasta í heimi innan FIS.

Við munum flytja fréttir af gangi mótsins um leið og úrslit liggja fyrir.

Hér munu öll úrslit koma inná heimasíðu FIS.