SMÍ 2019 - Kristrún og Snorri áfram sigursæl

Frábærar aðstæður voru í dag
Frábærar aðstæður voru í dag

Keppni dagsins á Skíðamóti Íslands í skíðgöngu var 10/15 km ganga með hefðbundinni aðferð.

Íslandsmeistarar með hefðbundinni aðferð eru þau Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson, bæði úr Skíðagöngufélaginu Ulli.

Aðstæður í dag voru alveg frábærar. Færið í brautinni var mjög gott og mikill hraði á keppendum enda snjórinn vel pakkaður og þéttur. Veðrið lék við keppendur og aðra en algjört logn var og heiðskýrt.

Úrslit frá Skíðamóti Íslands:

10 km C - Konur
1. Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Anna María Daníelsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga
3. Kolfinna Íris Rúnarsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga

15 km C - Karlar
1. Snorri Eyþór Einarsson - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson - Skíðafélag Akureyrar
3. Jakob Daníelsson - Skíðafélag Ísfirðinga

Öll alþjóðleg FIS úrslit má sjá hér.
Einnig má sjá úrslit frá tímatökunni hér.

Á morgun fer fram liðasprettur og hefst keppni kl.11:00 hjá konum og kl.11:45 hjá körlum. Liðaspretturinn fer þannig fram að tveir keppendur mynda lið og hvor keppandi fer þrjá spretti.