SMÍ 2018 - Úrslit úr samhliðasvigi

Einar Kristinn Kristgeirsson og Freydís Halla Einarsdóttir
Einar Kristinn Kristgeirsson og Freydís Halla Einarsdóttir

Keppni í alpagreinum lauk í dag á Skíðamóti Íslands þegar samhliðasvig fór fram í Bláfjöllum. Keppt var á suðursvæði Bláfjalla við fínar aðstæður þrátt fyrir smá vind. Keppnin var jöfn og spennandi en landsliðskonan og ólympíufarinn Fryedís Halla Einarsdóttir sigraði í kvennaflokki á meðan að fyrirverandi landsliðsmaðurinn Einar Kristinn Kristgeirsson kom sá og sigraði í karlaflokki.

Íslandsmeistarar í samhliðasvigi
Freydís Halla Einarsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson

Konur
1. Freydís Halla Einarsdóttir - Ármann
2. Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
3. María Finnbogadóttir - Tindastóll

Karlar
1. Einar Kristinn Kristgeirsson - Skíðafélag Akureyrar
2. Georg Fannar Þórðarson - Skíðaráð Reykjavíkur
3. Bjarki Guðmundsson - Skíðafélag Akureyrar

Heildarúrslit
Konur
Karlar

Öll úrslit helgarinnar sem og vetrarins má sjá hér.