SMÍ 2018 - Úrslit úr liðaspretti

Úrslit úr kvennaflokki
Úrslit úr kvennaflokki

Í dag kláraðist keppni í skíðagöngu á Skíðamóti Íslands með keppni í liðaspretti. Er þetta í fyrsta skipti sem keppt er í liðaspretti eftir breytingar á síðasta Skíðaþingi en undanfarið hefur verið keppt í boððgöngu. Liðaspretturinn fór þannig fram að tveir keppendur voru saman í liði og hvor fór þrjá spretti, annar í einu og alltaf til skiptis. Alls tóku þátt sex sveitir í kvennaflokki og níu í karlaflokki.

Íslandsmeistarar í liðaspretti
Skíðafélag Ólafsfjarðar í kvennaflokki og skíðafélag Akureyrar í karlaflokki

Konur
1. Skíðafélag Ólafsfjarðar - Jónína Kristjánsdóttir og Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Skíðagöngufélagið Ullur - Auður Ebenesardóttir og Kristrún Guðnadóttir
3. Skíðafélag Ísfirðinga (sveit A) - Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Sólveig María Aspelund

Karlar
1. Skíðafélag Akureyrar (sveit A) - Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson og Isak Stianson Pedersen
2. Skíðafélag Ísfirðinga (sveit A) - Albert Jónsson og Dagur Benediktsson
3. Skíðafélag Ólafsfjarðar - Kristján Hauksson og Sævar Birgisson

Öll úrslit má finna hér.