SMÍ 2018 - Freydís og Magnús sigruðu í svigi

Magnús Finnsson og Freydís Halla Einarsdóttir
Magnús Finnsson og Freydís Halla Einarsdóttir

Nú fyrir stuttu lauk keppni í svigi á Skíðamóti Íslands. Áfram lék veðrið við keppendur og aðra sem lögðu leið sína í Bláfjöll í dag. Keppnin var skemmtileg og spennandi eins og í gær. Freydís Halla Einarsdóttir og Magnús Finnsson sigruðu að lokum nokkuð sannfærandi. Er þetta í þriðja sinn sem Freydís verður Íslandsmeistari í svigi en fyrsta skiptið sem Magnús hampar Íslandsmeistaratitli.

Íslandsmeistarar í svigi
Freydís Halla Einarsdóttir og Magnús Finnsson

Konur
1. Freydís Halla Einarsdóttir - Ármann
2. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Ármann
3. Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

18-20 ára stúlkur
1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Ármann
2. Andrea Björk Birksdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
3. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - Skíðaráð Reykjavíkur

16-17 ára stúlkur
1. María Finnbogadóttir - Tindastóll 
2. Harpa María Friðgeirsdóttir - Ármann
3. Agla Jóna Sigurðardóttir - Breiðablik

Karlar
1. Magnús Finnsson - Skíðafélag Akureyrar
2. Kristinn Logi Auðunsson - Skíðaráð Reykjavíkur
3. Gísli Rafn Guðmundsson - Ármann

18-20 ára drengir
1. Björn Ásgeir Guðmundsson - Ármann
2. Georg Fannar Þórðarson - Skíðaráð Reykjavíkur
3. Bjarki Guðjónsson - Skíðafélag Akureyrar

16-17 ára drengir
1. Tandri Snær Traustason - Skíðaráð Reykjavíkur
2. Andri Gunnar Axelsson - UÍA
3. Hilmar Snær Örvarsson - Skíðaráð Reykjavíkur

Heildarúrslit
Konur
Karlar

SKÍ var með beina útsendingu frá mótinu og hægt er að sjá upptökur frá mótinu.
Fyrri ferð má finna hér.
Seinni ferð má finna hér.