SLRB leitar að þjálfara

Skíðalið Reykjavíkur og Breiðabliks leitar að skíðaþjálfara fyrir 16 ára og eldri, veturinn 2016-2017. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á þjálfun og að þróa frekara samstarf við skíðafélögin á höfuðborgarsvæðinu. Tveir þjálfarar verða starfandi með liðið á komandi tímabili og krefst starfið því samvinnu við núverandi þjálfara.
Helstu verkefni

  • Skíða og þrek þjálfun á undirbúnings- og keppnistímabili.
  • Skipulagning og undirbúningur.
  • Markmiðasetning og eftirfylgni í samvinnu við iðkendur.
  • Ábyrgð á klæðskerasaumaðri þjálfun hvers einstaklings (20 manns).
  • Ábyrgð á upplýsingamiðlun til stjórna skíðafélaganna.
  • Ábyrgð á viðeigandi endurmenntun sem nýtist í starfi.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla og brennandi áhugi af alpagreinum sem keppnisgrein, kostur að hafa verið nýlega virk/virkur. keppandi eða skíðaþjálfari.
  • Metnaður til að ná árangri.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Að lágmarki alþjóðlegt þjálfarastig 2

Umsóknir:
Ef þú hefur áhuga og/eða ert með einhverjar spurningar, hafðu samband við Ástu Halldórsdóttur s: 615-0181 og á netfangið asta.halldors@gmail.com eða Auðunn Kristinsson 840-2131

Umsóknir sendist til SLRB2017@gmail.com ásamt ferilskrá og meðmælum

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2016

Hér má sjá auglýsinguna á ensku.