Skíðafólk ársins 2018

Skíðasamband Íslands hefur valið skíðakonu og skíðamann ársins 2018.

Skíðakona ársins er Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar) og skíðamaður ársins er Snorri Einarsson (skíðaganga).

Skíðakona ársins - Freydís Halla Einarsdóttir

Freydís Halla hefur nokkur undanfarin ár verið með fremstu skíðakonum Íslands. Freydís stundar nám í háskóla í Bandaríkjunum og keppir þar bæði í háskólamótaröðinni ásamt því að keppa í Norður Ameríkubikarnum sem er hluti af næst sterkustu mótaröðinni á eftir Heimsbikarkeppninni. Hún var með stigahæstu keppendum háskólamótaraðarinnar á Austurströnd Bandaríkjanna sem varð til þess að hún var ein 34 kvenna sem fengu keppnisrétt á lokamóti allra háskóla í Bandaríkjunum þriðja árið í röð. 

Hápunktur vetrarins var þó klárlega þátttaka á Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu, en þar var Freydís eina íslenska konan sem tókst að vinna sér inn þátttökurétt. Í stórsvigi náði hún ekki að ljúka keppni en endaði í 41.sæti í sviginu.

Veturinn endaði svo með tveimur Íslandsmeistaratitilum í svigi og samhliðasvigi á Skíðamóti Íslands.

Staða á heimslista:

  • Svig: 312. sæti
  • Stórsvig: 681. sæti

Helstu úrslit:

  • Vetrarólympíuleikarnir í S-Kóreu – 41.sæti í svigi
  • Alþjóðlegt FIS mót Cranmore Mountain, USA, 17.3.2018 – 1.sæti
  • Alþjóðlegt FIS mót Le Relais, Kanada, 2.4.2018 – 2.sæti
  • Alþjóðlegt FIS mót Le Relais, Kanada, 1.4.2018 – 3.sæti
  • Alþjóðlegt FIS mót Killington Resort, USA, 23.3.2018 – 4.sæti
  • Alþjóðlegt FIS mót Stratton, USA, 11.1.2018 – 5.sæti

Skíðamaður ársins - Snorri Einarsson

Snorri ber höfðu og herðar yfir aðra skíðagöngumenn á Íslandi og er hann með langbestu FIS stigin af þeim öllum í lengri vegalengdum og sá eini sem hefur keppnisrétt í Heimsbikarnum. Snorri hefur með bæði góðum árangri og hógværð sinni dregið íslenska skíðagöngu á miklu hærra plan en hún hefur verið undanfarin ár. Hann dregur þá yngri með sér og er mikil og góð fyrirmynd. 

Snorri tók þátt á Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu og keppti þar í þremur greinum og náði þar best 56.sæti. Í haust tók hann svo þátt í tveim fyrstu helgunum í heimsbikarnum, sterkustu mótaröð í heimi. Á árinu keppti hann einnig á alþjóðlegum FIS mótum og Scandinavian Cup þar sem hann var meðal fremstu mönnum.

Á Skíðamóti Íslands vann Snorri sannfærandi sigra í báðum keppnum í lengri vegalengdum.

Staða á heimslista:

  • Lengri vegalengdir: 143. sæti
  • Sprettur: 567. sæti

Helstu úrslit:

  • Vetrarólympíuleikarnir í S-Kóreu, 16.02.2018 – 56.sæti (15 km F)
  • Vetrarólympíuleikarnir í S-Kóreu, 11.02.2018 – 56.sæti (30 km C/F)
  • Scandinavian Cup, Svíþjóð, 6.1.2018 – 11.sæti (15 km F)
  • Scandinavian Cup, Svíþjóð, 7.1.2018 – 14.sæti (30 km C Mst)
  • Alþjóðlegt FIS mót , Finnland, 11.11.2018 – 11.sæti (15 km F)
  • Heimsbikar, Noregi, 02.12.2018 – 58.sæti (15 km C)
  • Heimsbikar, Finnlandi, 25.11.2018 – 65.sæti (15 km C)
  • Almenningsganga, Mo i Rana, Noregi – 1.sæti (45 km C Mst)