Ski Tour - Snorri í 22.sæti fyrir síðustu greinina

Snorri á hörku spretti í dag. Mynd: NordicFocus
Snorri á hörku spretti í dag. Mynd: NordicFocus

Ski Tour mótaröðin hélt áfram í dag eftir einn hvíldardag. Mótaröðin er hluti af heimsbikarnum sem er sterkasta mótaröð í heimi.

Keppni dagsins var 1,5 km sprettganga með hefðbundinni aðferð. Snorri Einarsson gerði sín bestu úrslit í vetur í sprettgöngu þegar hann endað í 38.sæti og fékk 105.14 FIS stig, en á heimslista er hann með 135.42 FIS stig og því um bætingu að ræða.

Fyrir sprettgöngu dagsins var Snorri í 24.sæti í heildarkeppni Ski Tour mótaraðarinnar en eftir keppni dagsins er hann í 22.sæti. Það verður því spennandi að sjá hvað Snorri gerir í síðustu keppninni á morgun, sem er 30 km eltiganga með hefðbundinni aðferð og hefst kl.12:20.

Heildarúrslit má finna hér.