SKÍ Open - Úrslit

Í gær fór fram árlegt SKÍ Open styrktargolfmót. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri og má með sanni segja að veðrið hafi leikið við kylfinga. Metþátttaka var í mótinu í ár en 130 manns voru skráðir til leiks. 

Verðlaun fyrir fimm efstu liðin:
1.sæti - 2x 100.000kr gjafabréf frá Icelandair - Finnur Már Ragnarsson og Finnur Heimisson 60 högg
2.sæti - 2x 50.000kr gjafabréf frá 66°N - Ólafur Auðunn Gylfason og Björn Auðunn Ólafsson 61 högg
3.sæti - 2x 30.000kr gjafabréf frá 66°N - Magnús Guðjón Hreiðarsson og Birna Dögg Magnúsdóttir 62 högg (29 högg seinni)
4.sæti - 2x Dolce Gusto Eclipse kaffivél frá Danól - Davíð Jónsson og Lovísa Björk Davíðsdóttir 62 högg (30 högg seinni)
5.sæti - 2x 15.000kr gjafabréf frá 66°N - Júlíus Þór Tryggvason og Kjartan Fossberg Sigurðsson 63 högg (9 högg á síðustu þremur holum)

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum:
4.braut: Vodafone Ultra 7 sími frá Vodafone - K. Stef 2,02 m
8.braut: Rosendahl morgunverðarsett og tí frá Landsbankanum - Konni /Belgirnir 70 cm
11.braut: Rosendahl morgunverðarsett og tí frá Landsbankanum - Þorvaldur Örn 1,12 m
14.braut: Rosendahl morgunverðarsett og tí frá Landsbankanum - Kristján Guðjónsson 2,14 m
18.braut: Vodafone Ultra 7 sími frá Vodafone - Óli Gylfa 1,4 m

Næstur holu í tveimur höggum:
1.braut: Rosendahl morgunverðarsett og handklæði frá Landsbankanum - Anton Ingi 1,44 m
10.braut: Titleist NXT Tour dúsin, handklæði og tí frá Landsbankanum - Örvar Þór 71 cm

Næstur holu í þremur höggum:
3.braut: Titleist NXT Tour dúsin, handklæði og tí frá Landsbankanum - Litla mús 19 cm
15.braut: Titleist NXT Tour dúsin, handklæði og tí frá Landsbankanum - Jón Elvar 43 cm

Skíðasamband Íslands þakkar Golfklúbbi Akureyrar fyrir samstarfið, styrktaraðilum fyrir vinninga og öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í mótinu.