SKÍ Open - Úrslit

Í gær fór fram SKÍ Open styrktargolfmót en mótið fór fram á Jaðri, golfvelli Golfklúbbs Akureyrar. Frábær þátttaka var í mótið en 128 keppendur voru skráðir til leiks. Veðrið lék við keppendur og framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar. Leikið var höggleikur með forgjöf í texas scramble fyrirkomulagi, en þar spila tveir saman. 

  1. Brynja Herborg Jónsdóttir og Mikael Guðjón Jóhannsson - 62 högg, 6 undir seinni 9.
  2. Undramundur – Gestur Valdimar Freysson og Jón Viðar Þorvaldsson - 62 högg
  3. The Kings – Víðir Jónsson og Eyþór Hrafnar Ketilsson - 62 högg
  4. HelHed – Helga Rut Svanbergsdóttir og Héðinn Ingi Þorkelsson - 63 högg
  5. Seve Ballesteros! – Anton Ingi Þorsteinsson og Lárus Ingi Antonsson - 63 högg
  6. Feðgar á á feð – Leifur Þormóðsson og Aðalsteinn Leifsson - 63 högg

Nándarverðlaun:
4. hola: Jón Sigurpáll Hansen 6cm
8. hola: Þormóður Aðalbjörnsson 1,62m
11.hola: Birta Dís Jónsdóttir 13cm
14.hola: Hjörleifur Gauti  Hjörleifsson 1,01m
18.hola: Bergur Konráðsson 1,44m

Lengsta teighögg á 6.braut: Heiðar Davíð Bragason

Skíðasamband Íslands þakkar öllum þeim sem tóku þátt í mótinu, einnig þökkum við Golfklúbbi Akureyrar kærlega fyrir þeirra framlag.

Úrslit allra liða má sjá hér.