SKÍ Open fór fram um helgina

Laugardaginn 28.júlí fór fram árlegt SKÍ Open styrktargolfmót. Eins og undanfarin ár fór mótið fram á Jaðarsvelli á Akureyri en þetta var fimmta árið í röð sem mótið er haldið. Flott þátttaka var í mótið en 64 keppendur voru skráðir til leiks. Leikin var höggleikur með forgjöf í texas scramble fyrirkomulagi, en þar spila tveir saman. 

Verðlaun fyrir fimm efstu liðin:
1. sæti – Bogey Brothers (Jóhann Már Sigurbjörnsson og Salmann Héðinn Árnason) 61högg
2. sæti – Feðgar á ferð (Þorsteinn Ingi Konráðsson og Konráð Vestmann Þorsteinsson) 64 högg
3. sæti – KT (Kjartan Fossberg Sigurðsson og Þórhallur Pálsson) 65 högg
4. sæti – Leiftur McQueen (Gunnar Aðalgeir Arason og Karl Haraldur Bjarnason) 67 högg – bestu seinni níu holurnar
5. sæti – RB (Rúnar Tavsen og Bryndís Björnsdóttir) 67 högg – betri síðustu sex holurnar

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum:
4. hola - Jón Viðar Þorvaldsson 2,51m
8. hola - Elvar Örn Hermannsson 2,36m
11. hola - Jóhann Már 2,09m
14. hola - Elmar Steindórsson 1,48m
18. hola - Jón Bjarki Sig 1,70m

Næstur holu í tveimur höggum:
10. hola - Jón Viðar Þorvaldsson 50cm

Skíðasamband Íslands þakkar Golfklúbbi Akureyrar fyrir samstarfið, styrktaraðilum fyrir vinninga og öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í mótinu.

Heildarúrslit úr mótinu má sjá hér.