SKÍ auglýsir eftir afreksstjóra

Skíðasamband Íslands óskar að ráða afreksstjóra til að stýra og sjá um afreksmál skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar á Íslandi.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með stefnumótun, markmiðasetningu og aðgerðaráætlun í afreksmálum.
  • Samskipti við landsliðsþjálfara, landslið og fagteymi.
  • Dagleg umsjón afreksmála.
    • Gerir starfs- og fjárhagsáætlun fyrir allar greinar í samstarfi við nefndir og fylgir þeim eftir.
    • Vinnur með landsliðsþjálfara í tengslum við afreksverkefni.
    • Sér um skipulag á ferðum landsliða og ráðningu aðstoðarfólks í samstarfi við fagnefndir og landsliðþjálfara.
  • Umsjón með mælingum og greiningum landsliðsfólks í samvinnu við fagteymi SKÍ.
  • Fararstjórn í afreksverkefnum eftir þörfum.
  • Veitir upplýsingar og starfar með stjórn, nefndum og aðildarfélögum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íþróttafræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af íþrótta- og félagsstarfi er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í hóp.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli.

Um fullt starf er að ræða og starfsstöð er skrifstofa SKÍ á Akureyri.

Skíðasamband Íslands (SKÍ) fer með sérgreinamálefni skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Skíðasamband Íslands er samband héraðssambanda og íþróttabandalaga þeirra íþróttafélaga sem iðka, æfa og keppa í skíða- og  snjóbrettaíþróttinni. Tilgangur SKÍ er að hafa yfirstjórn á málefnum skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar á Íslandi og vinna að eflingu hennar. Nánari upplýsingar um SKÍ má finna á www.ski.is.

Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ, á netfanginu ski@ski.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10.júlí 2018 og með umsókn þarf að fylgja ferilskrá.

Umsóknum skal skila á netfangið ski@ski.is.