SKÍ auglýsir eftir aðstoðarþjálfurum í verkefni vetrarins

Skíðasamband Íslands auglýsir eftir áhugasömum þjálfurum/fararstjórum til að taka þátt í starfi vetrarins. Um er að ræða fjölmörg og misjöfn verkefni í öllum þremur greinunum innan sambandsins, alpagreinar, skíðaganga og snjóbretti.

Verkefnin sem um ræðir:

  • Samæfingar
  • Æfinga- og keppnisferðir
  • Heimsmeistaramót unglinga
  • Heimsmeistaramót fullorðinna

Ljóst er að tímabilið er í mikilli óvissu útaf covid og óvíst hvernig veturinn muni þróast. SKÍ er hinsvegar að undirbúa þátttöku í öll verkefni sem eru á dagskrá en þegar nær dregur hverjum viðburði kemur í ljós endanlega hvernig og hvort hann fer fram.

Frekari upplýsingar veitir Dagbjartur Halldórsson, afreksstjóri SKÍ, í síma 660-1075 eða á netfanginu dagbjartur@ski.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 10.október 2020.