Sigur á fyrsta alþjóðlega móti vetrarins

Bjarki Guðmundsson á verðlaunpallinum
Bjarki Guðmundsson á verðlaunpallinum

Bjarki Guðmundsson, B-landsliðsmaður í alpagreinum, gerði sér lítið fyrir og sigrað á fyrsta FIS móti vetrarins. Um var að ræða svigmót sem fór fram í nýja skíðahúsinu SNØ í Oslo, Noregi.

Þar sem mótið fer fram inni er um aðeins styttri svigbraut að ræða og var Bjarki með tímann 33,60 sek í fyrri ferð, sem var besti tíminn. Í þeirri seinni hélt hann uppteknum hætti og var einnig með besta tímann í þeirri ferð, á tímanum 32,85 sek. Sigraði hann því mótið og var 0,72 sek á undan næsta keppanda, norðmanninum Oscar Andreas Sandvik.

Þetta er í fyrsta sinn sem Bjarki sigrar á alþjóðlegu FIS móti á ferlinum.

Úrslit frá lifandi tímatökunni má sjá hér. Á morgun fer fram annað svigmót á sama stað.