Samstarfssamningur við Höldur-Bílaleigu Akureyrar endurnýjaður

Skíðasamband Íslands og Höldur - Bílaleiga Akureyrar hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til ársins 2020. Samstarfssamningur sem þessi er mikilvægur fyrir SKÍ enda mikið um ferðalög þar sem bílaleigubílar eru nauðsyn.

SKÍ þakkar stuðningin undanfarin ár og fagnar áframhaldandi samstarfi.