Samæfingu í Bláfjöllum frestað

Lokað í Bláfjöllum
Lokað í Bláfjöllum

Samæfingu SKÍ sem vera átti í Bláfjöllum um helgina hefur verið frestað vegna aðstæðna í fjallinu. 

Seinni partinn í gær leit út fyrir að æfingin gæti farið fram, en þegar staðan var tekin með staðarhaldara í Bláfjöllum núna í morgun var ljóst að ekki er hægt að hafa svæðið opið vegna mikillar rigningar sem hefur verið í alla nótt.

SKÍ harmar þetta og þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn við skipulaggningiu æfingarinnar. 

Vonandi verður hægt að halda samæfingu síðar í vetur.