Samæfingu í alpagreinum lauk í gær

Flottur hópur
Flottur hópur

Vel heppnaðri samæfingu í alpagreinum lauk í gær. Æfingarnar fóru fram í Bláfjöllum og stóðu yfir frá 27. til 29.des. Um 50 iðkendur tóku þátt frá tíu aðildarfélögum. Egill Ingi Jónsson, landsliðsþjálfari, var með yfirumsjón með æfingunum en honum til aðstoðar voru tveir aðrir þjálfarar, Pálmar Pétursson og Jón Kornelíus. Landsliðsfólk í alpagreinum sem er heima um hátíðarnar mættu og aðstoðuðu einnig. Gist var í Breiðabliksskálanum og sá skíðadeild Breiðabliks um mat fyrir hópinn.

Skíðasamband Íslands stefnir á fleiri samskonar æfingar í framtíðinni í alpagreinum.