Samæfing í skíðagöngu

Frá samæfingu á Ísafirði í fyrra
Frá samæfingu á Ísafirði í fyrra

Ágæta skíðafólk!

Skíðagöngunefnd SKÍ boðar nú samæfingu skíðagöngufólks 12 ára og eldri 25.-28.ágúst á Ísafirði.

Gist verður í skíðaskálanum í Tungudal þar sem einnig verður græjað fullt fæði alla dagana. Kostnaður við hvern þátttakanda er 13.000 kr og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta. Landsliðsþjálfarinn Jostein H. Vinjerui fer fyrir æfingunni og honum til aðstoðar verða þaulreyndir skíðamenn og þjálfarar.

Dagskrá: (tímasetningar og nánari upplýsingar síðar)

Fimmtudagur 25.ágúst
Mæting á Ísafjörð, seinnipartsæfing

Föstudagur 26.ágúst
Æft bæði fyrir og eftir hádegi

Laugardagur 27.ágúst
Æft bæði fyrir og eftir hádegi

Sunnudagur 28.ágúst
Ein æfing fyrir hádegi.

Skráning á æfinguna og nánari upplýsingar eru hjá Kristbjörn R Sigurjónsson í síma 896-0528 eða á netfangið bobbi@craft.is.

SKRÁNINGU LÍKUR 18. Ágúst!

 

Skíðagöngunefnd SKÍ

Kristján Hauksson
Kristbjörn R.Sigurjónsson
Einar Ólafsson
Ragnar Bragason