Samæfing í alpagreinum

Skíðasamband Íslands ætlar að standa fyrir samæfingu fyrir alla 16 ára og eldri í alpagreinum. Æfingin fer fram á Dalvík og verður helgina 13.-14.febrúar. Gist verður í skíðaskálanum í Böggvisstaðafjalli og einnig skíðað þar. Æfingin verður öllum sem mæta að kostnaðarlausu en þó þurfa allir að koma sér sjálfir á staðinn. Egill Ingi Jónsson verkefnastjóri hjá SKÍ verður yfirþjálfari á staðnum og verða tveir aðrir þjálfarar með honum. 
Vonandi sjá flestir sér fært að mæta – Skráningu skal senda á ski@ski.is ekki seinna en sunnudaginn 7.febrúar.

Dagskrá

Föstudagur 12.feb
Mæting til Dalvíkur um kvöldið og farið yfir plan helgarinnar

Laugardagur 13.feb
Æfing á skíðum kl. 9-12
Hádegismatur kl. 12-13
Æfing á skíðum kl. 13-15
Kvöldmatur o.fl. um kvöldið

Sunnudagur 14.feb
Æfing á skíðum kl. 9-12
Hádegismatur kl. 12-13
Æfing á skíðum kl. 13-15
Heimferð