PyeongChang 2018 - Snorri Einarsson lauk ekki keppni í 50 km

Snorri Einarsson - Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson - Mynd: NordicFocus

Í morgun keppti Snorri Einarsson í 50 km göngu með hefðbundinni aðferð. Keppnin var sú síðasta sem íslenskur kepppandi tekur þátt í á 23. Vetrarólypmíuleikunum.

Snorri hætti keppni þegar um 9 km af göngunni var lokið. Hann hefur verið að glíma við veikindi í vikunni og var ekki búinn að ná sér nægjanlega vel til að klára keppnina.

Livo Niskanen frá Finnlandi sigraði eftir að hafa átt frábæra göngu. Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram lokahátið XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 og verður Snorri Einarsson, keppandi í skíðagöngu, fánaberi Íslands á lokahátíðinni. Lokahátíðin fer fram að kvöldi 25. febrúar kl. 20:00 að staðartíma (kl.11:00 á ísl.tíma) og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Íslenski hópurinn heldur svo heim á leið á mánudagsmorgni.