PyeongChang 2018 - Allt sem þú þarft að vita

Vetrarólympíuleikarnir í S-Kóreu verða settir formlega með setningarathöfn 9. febrúar kl. 20:00 að staðartíma. Tímamunur á milli S-Kóreu og Íslands er þannig að S-Kórea er 9 klst á undan Íslandi. Mótshaldari hefur reynt eins og hægt er að stilla upp þægilegri tímum fyrir Evrópu og tekst það þokkalega í skíðagöngu en í alpagreinum er verið að keppa að nóttu til á íslenskum tíma. Mótsstaðir eru í um 700-1000 m yfir sjávarmáli og því um mjög fína hæð að ræða, ekki of hátt og ekki of lágt.

Keppnisdagar hjá íslensku þátttakendunum (tímar miðast við íslenskan tíma)

 • 9. feb - Setningarhátíð - kl. 11:00 (RÚV)
 • 11. feb - 30 km skiptiganga - Snorri Einarsson - kl. 06:15 (RÚV 2)
 • 13. feb - Sprettganga karla - Isak Stianson Pedersen - kl. 08:30 (RÚV)
 • 14. feb - Svig kvenna - Freydís Halla Einarsdóttir - kl. 01:15 / 04:45 (RÚV)
 • 15. feb - Stórsvig kvenna - Freydís Halla Einarsdóttir - kl. 01:00 / 04:45 (RÚV) - ATH ný dagsetning eftir frestun
 • 15. feb - 10 km ganga með frjálsri aðferð - Elsa Guðrún Jónsdóttir - kl. 06:30 (RÚV)
 • 16. feb - 15 km ganga með frjálsri aðferð - Snorri Einarsson - kl. 06:00 (RÚV)
 • 18. feb - Stórsvig karla - Sturla Snær Snorrason - kl. 01:15 / 04:45 (RÚV)
 • 22. feb - Svig karla - Sturla Snær Snorrason - kl. 01:15 / 04:45 (RÚV)
 • 24. feb - 50 km ganga með hefðbundinni aðferð - Snorri Einarsson - kl. 05:00 (RÚV)
 • 25. feb - Lokahátíð - kl. 11:00 (RÚV 2)

Keppnisstaðir
Alpensia, skíðaganga - Hér má sjá upplýsingar um svæðið.
Yongpyong, alpagreinar - Hér má sjá upplýsingar um svæðið.

Heimasíðu leikana má finna hér.
Úrslit og lifandi tímatöku frá alpagreinum má finna hér.
Úrslit og lifandi tímatöku frá skíðagöngu má finna hér.

Minnum svo á samfélagsmiðlana okkar:
Instragram: skidasamband
Snapchat: skidasamband