Öðrum keppnisdegi á UMÍ lokið

Í dag fór fram annar keppnisdagur á unglingameistaramóti Íslands á skíðum og brettum. Keppt var í svigi í alpagreinum og göngu með frjálsri aðferð í skíðagöngu. Góðar aðstæður voru í fjallinu í dag og gekk allt mótahald vel fyrir sig. 

Öll úrslit má sjá hér

Seinni partinn í dag fór fram vegleg verðlaunaafhending í Verkemenntaskólanum á Akureyri. Þar voru veitt verðlaun fyrir mót dagsins ásamt bikarmeistaratitlum í skíðagöngu. 

Bikarmeistarar 2016 í skíðagöngu

12-13 ára stúlkur: Linda Rós Hannesdóttir SFÍ
12-13 ára drengir: Nikodem Júlíus Frach SFÍ
14-15 ára stúlkur: Egill Bjarni Gíslason SKA
14-15 ára drengir: Anna María Daníelsdóttir SFÍ

Á morgun er lokadagur mótsins og verður keppt í stórsvigi í alpagreinum og paratvíkeppni í skíðagöngu.