Nýtt landsliðssamstarf í alpagreinum hafið

Frá fyrstu æfingaferðinni þar sem íslenskir iðkendur tóku þátt
Frá fyrstu æfingaferðinni þar sem íslenskir iðkendur tóku þátt

Alpagreinanefnd SKÍ hefur hafið samstarf með fimm öðrum þjóðum með æfinga- og keppnisprógram fyrir landsliðsfólk. Ásamt Skíðasambandi Ísland eru skíðasambönd frá eftirtöldum þjóðum í samstarfinu, Danmörku, Belgíu, Hollandi, Írlandi og Lúxemborg. Liðið hefur hafið starfsemi og ber heitið Lowlanders alpine race team, en hægt er að fylgjast betur með starfseminni á facebook síðu liðsins.

Nýtt tímabil hófst 1.maí og var fyrsta ferð plönuð í maí en vegna covid-19 faraldursins þá þurfti að fresta fyrstu ferð. Liðið byrjaði þó að skíða í lok júní og hefur haldið áfram síðan þá. Fjórir íslenskir iðkendur munu taka virkan þátt í starfi liðsins í vetur og fóru tveir þeirra, Gauti Guðmundsson og Georg Fannar Þórðarson, í sína fyrstu ferð í byrjun ágúst. Sú ferð var æfingaferð í skíðahúsið, Snow Valley, í Belgíu.

Næsta ferð hjá Lowlanders liðinu er einnig í Snow Valley skíðahúsinu í Belgíu og fer fram dagana 22.-28.ágúst. Katla Björg Dagbjartsdóttir mun taka þátt í því verkefni.