Mikil spenna í göngu með frjálsri aðferð

Gríðarlega lítill munur var á Isak og Albert
Gríðarlega lítill munur var á Isak og Albert

Í dag fór fram keppni í göngu með frjálsri aðferð á Skíðamóti Íslands. Fyrirkomulagið var hópræsing og gengu konurnar 5 km á meðan karlarnir fóru 10 km. Elsa Guðrún Jónsdóttir sigraði hjá konum með nokkrum yfirburðum, en meiri spenna var um annað sætið. Veronika Lagun hafði betur gegn Sólveigu á lokametrunum eftir endasprett. Hjá körlunum var ekki síður mikil spenna en þá aðallega um Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Um miðja göngu voru átta karlar saman fyrstir en þegar kom á lokakaflanum voru þeir orðnir fimm. Isak Stiansson Pedersen og Albert Jónsson háðu frábært einvígi sem endaði með því að Isak hafði betur nánast með minnsta mun, en einungis munaði 30/100 úr sekúndu. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan voru þeir nánast jafnir í mark.

Á morgun fer fram keppni í göngu með hefðbundinni aðferð og hefst mótið kl.13:00.

Konur
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Veronika Lagun
3. Sólveig María Aspelund

18-20 ára stúlkur
1. Sólveig María Aspelund
2. Kristrún Guðnadóttir
3. Gígja Björnsdóttir

16-17 ára stúlkur
1. Anna María Daníelsdóttir

Heildarúrslit hjá konum má sjá hér.

Karlar
1. Isak Stiansson Pedersen
2. Albert Jónsson
3. Dagur Benediktsson

18-20 ára drengir
1. Isak Stiansson Pedersen
2. Albert Jónsson
3. Dagur Benediktsson

16-17 ára drengir
1. Sigurður Arnar Hannesson
2. Arnar Ólafsson

Heildarúrslit hjá körlum má sjá hér.