Matthías varð annar í svigi á alþjóðlegu móti í Geilo í Noregi

Matthías Kristinsson endaði í öðru sæti á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi í gær sunnudag eftir að hafa verið í 5. sæti á laugardaginn.

Matthías var fjórði eftir fyrri ferð og átti svo frábæra seinni ferð sem skilaði honum silfrinu. Fyrir mótið fékk Matthías 37.4-51 FIS punkta sem eru næsbestu punktar á ferlinum. Bjarni Þór Hauksson sem sigraði mótið á laugardaginn var með besta tímann í fyrri ferð en krækti í seinni ferð og lauk því miður ekki keppni. 

Það er gaman að sjá hvað keppnistímabilið fer vel af stað hjá landsliðinu okkar. 

SKÍ óskar Matthíasi til hamingju með árangurinn.