María vann mót í Bandaríkjunum!

María Guðmundsdóttir heldur áfram að gera frábæra hluti og sigraði svigmót í Bandríkjunum í kvöld. Í gær endaði María í 6.sæti en mótið í dag fór fram á sama stað, við Snowbird skíðasvæðið í Utah fylki. Eftir fyrri ferðina var María með annan besta tíman með minnsta mögulega mun, einungis 1/100 úr sekúndu. Sarah Schleper leiddi eftir fyrstu ferðina en hún er fyrrverandi landsliðskona frá Bandaríkjunum og á hún að baki einn sigur úr heimsbikar í svigi og nokkur verðlaunasæti, í dag keppir hún fyrir Mexikó. Í seinni ferðinni var María einnig með annan besta tíman en vann mótið með 57/100 úr sekúndu. Fyrir mótið fékk María 24.65 FIS punkta og er það næst besta mótið hennar á ferlinum, á eftir mótinu sem hún gerði í gærkvöldi. Með þessum tveimur mótum má gera ráð fyrir að María fari niður um 30-40 sæti á heimslistanum og verði ca. í kringum 175 á næsta lista. María mun færa sig yfir til Montana fylki á morgun og keppa þar á þremur mótum á næstu dögum. 

Hér að neðan má sjá tíu efstu úr mótinu í dag, hér má svo sjá heildarúrslit. 

Rank   Bib    FIS code    Name  Year     Nation   Run 1   Run 2   Total        Diff.        FIS points  
 1  11  255314 GUDMUNDSDOTTIR Maria  1993  ISL   43.68  46.47  1:30.15     24.65
 2  12  385041 NOVOSELIC Sofija  1990  CRO   44.39  46.33  1:30.72  +0.57  29.20
 3  4  536481 SCHLEPER Sarah  1979  MEX   43.67  47.44  1:31.11  +0.96  32.32
 4  22  197371 AUFRERE Marie  1993  FRA   45.09  47.16  1:32.25  +2.10  41.42
 5  15  516441 BREGOU Anne-Solene  1996  SUI   45.33  46.95  1:32.28  +2.13  41.66
 6  20  107682 CURRIE Stephanie  1997  CAN   44.65  47.78  1:32.43  +2.28  42.86
 7  13  6535791 WRIGHT Isabella  1997  USA   45.34  47.25  1:32.59  +2.44  44.14
 8  1  6535485 REINHART Jessica  1996  USA   45.26  47.64  1:32.90  +2.75  46.61
 9  14  539700 WHISTLER Paige  1993  USA   45.20  48.24  1:33.44  +3.29  50.93
 10  9  6535882 DESROCHERS Rachael  1997  USA   45.68  47.99  1:33.67  +3.52  52.76