María sigraði í Austurríki

María á verðlaunpallinum í dag
María á verðlaunpallinum í dag

María Finnbogadóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, gerði sér lítið fyrir og sigraði á alþjóðlegu FIS móti í svigi í dag. Um er að ræða ungverska meistaramótið fyrir 16-20 ára keppendur (National Junior Championships), sem haldið er í St. Lambrecht í Austurríki.

María var með besta tímann í fyrri ferðinni og þann annan í seinni ferðinni. Að lokum sigraði hún með 52/100 úr sekúndu og fyrsti sigur María á alþjóðlegu FIS móti á erlendri grundu raunin.

Heildarúrslit má sjá hér.

Næst mun María keppa á stórsvigsmótum í Reiteralm í Austurríki um helgina.