María í 4.sæti í NA bikar

Í dag fór fram síðasta mótið í Norður Ameríku bikar í vetur en keppt var í svigi. María Guðmundsdóttir endaði í 4.sæti en Norður Ameríku bikar sterkasta mótaröðin í Norður Ameríku. Með þessu móti fær María 50 Norður Ameríku stig og endar í 29.sæti í heildarstigakeppninni í svigi á mótaröðinni. Fyrir mótið fékk María einnig 12.58 FIS punkta sem hennar besta á ferlinum og heldur því áfram að bæta sig. Í raun er þetta ótrúlegur árangur en María ræsti 25. í röðinni í fyrri ferð. Með þessu móti mun María áfram lækka á heimslista en í dag er hún í 149.sæti en mun væntanlega fara upp um 40 sæti. Það lítur því allt út fyrir að við eignumst keppenda aftur á meðal 100 bestu í heiminum en það gerðist síðasta fyrir fjórum árum þegar Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta keppnistímabili. 

Freydís Halla Einarsdóttir tók einnig þátt á mótinu en hún gerði ógild í fyrri ferðinni og var dæmd úr leik. Freydís Halla endar í 34.sæti samanlagt í svigkeppninni með 42 stig. 

Heildarúrslit úr mótinu má sjá hér.

Í næstu viku hefst Skíðamót Íslands og verða bæði María og Freydís meðal þátttakenda á mótinu, en María hefur titla að verja í öllum greinum.