María Finnbogadóttir í 10. og 11. sæti í Austurríki um helgina

María við undirritun A-landsliðssamningsins hjá SKÍ í dag
María við undirritun A-landsliðssamningsins hjá SKÍ í dag

María Finnbogadóttir, skíðakona úr SKA heldur áfram að gera góða hluti á FIS mótum erlendis.

Um helgina náði María 10. og 11. sæti í tveimur sterkum svigmótum sem fram fóru í Flachau í Austurríki.

Á laugardeginum náði hún 10. sæti af 90 keppendum og hlaut hún fyrir það 59.22 FIS stig.  Á sunnudeginum náði hún svo 11. sæti af 74 keppendum og nældi sér þar í 51.26 FIS stig.  Með þessum flotta árangri náð María að styrkja stöðu sína á heimslistanum enn frekar og er hún nú komin í 48.24 FIS stig og er sem stendur i 371. sæti á heimsvísu í svigi.

María, sem á dögunum vann sér inn sæti í A-landslið SKÍ í alpagreinum með árangri sínum, kíkti við hjá okkur í SKÍ í dag og skrifaði undir A-landsliðssamninginn sinn.  María heldur svo utan á ný þann 3. janúar til frekari æfinga og keppni.