María Finnbogadóttir inní A-landslið SKÍ

María Finnbogadóttir á HM í alpagreinum fyrr á þessu ári
María Finnbogadóttir á HM í alpagreinum fyrr á þessu ári

María Finnbogadóttir, 19 ára skíðakona úr SKA, náði í vikunni að tryggja sér sæti í A-landsliði kvenna í alpagreinum 2019/2020. 

Þessum frábæra árangri náði María með því að lenda í 11. sæti í svigi af 72 keppendum á sterku FIS móti í Pass Thurn í Austurríki um liðna helgi. 

Fyrir mótið hlaut María 45,22 FIS stig sem er annar besti árangur hennar frá upphafi og lækkað hún niður í 49,94 FIS stig á heimslista FIS og situr nú í 395. sæti í svigi.  Úrslit mótsins má sjá nánar hér 

Í valreglum SKÍ eru tilgreind lágmörk fyrir sæti í A-landsliði SKÍ, sem eru 55 FIS stig og því María komin vel undir þau mörk. 

Sannarlega frábær árangur hjá Maríu og verður vikilega gaman að fylgjast með henni áfram í vetur. 

Við hjá SKÍ óskum Maríu innilega til hamingju með sæti sitt í A-landsliði SKÍ 2019/2020.