María Finnbogadóttir í 7. sæti í Austurríki - Besta mótið á ferlinum!

Á miðvikudaginn, 19. desember, keppti María Finnbogadóttir, B-landsliðskona í alpagreinum, á CIT svigmóti í Leogang í Austurríki. 
María gerði sér lítið fyrir og gerði sín bestu FIS stig á ferlinum.
Hún endaði í 7.sæti og fékk 60.89 FIS stig, en á heimslista er hún með 73.21 FIS stig og því um heilmikla bætingu að ræða.

Miðvikudagur 19.des. - Svig:
7.sæti María Finnbogadóttir

Hér má sjá úrslitin frá CIT-mótinu í Leogang.