María fer frábærlega af stað

María Guðmundsdóttir á HM 2015 í Bandaríkjunum.
María Guðmundsdóttir á HM 2015 í Bandaríkjunum.

Um áramótin hóf María Guðmundsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, nám við háskólann í Anchorage í Alaska og keppir þar fyrir skíðalið skólans. Undanfarna daga hefur María keppt í Utah fylki en hún náði ekki að klára fyrsta tvö mótin þar. Í nótt náði hún hinsvegar frábærum árangri og endaði í 6.sæti á sterku svigmóti í Snowbird Ski Resort í Utah fylki, en María hafði rásnúmer 20. Fyrir mótið fékk María 21.56 FIS punkta og eru það hennar bestu á ferlinum, en í dag er hún með 25.84 FIS punkta á heimslista. Mun þetta mót koma Maríu niður fyrir 200.sæti á heimslista í fyrsta skipti. Sannarlega frábær byrjun á vetrinum hjá Maríu og verður gaman að sjá framhaldið. 

Hér að neðan má sjá tíu efstu tímana, hér má svo sjá heildarúrslit. 

Rank   Bib   FIS code    Name  Year    Nation   Run 1   Run 2   Total         Diff.        FIS points  
 1  11  426160 MOHAGEN Julie Flo  1996  NOR   45.45  49.24  1:34.69     14.03
 2  7  185267 HONKONEN Jessica  1989  FIN   46.32  48.70  1:35.02  +0.33  16.54
 3  6  426153 NORBYE Tuva  1996  NOR   46.97  48.15  1:35.12  +0.43  17.30
 4  16  538284 MCJAMES Megan  1987  USA   46.05  49.46  1:35.51  +0.82  20.27
 5  14  425949 HOLE Kari Bergheim  1992  NOR   47.12  48.50  1:35.62  +0.93  21.10
 6  20  255314 GUDMUNDSDOTTIR Maria  1993  ISL   46.37  49.31  1:35.68  +0.99  21.56
 7  9  206464 BREUNING Ann-Kathrin  1992  GER   46.45  49.43  1:35.88  +1.19  23.08
 8  3  385041 NOVOSELIC Sofija  1990  CRO   46.49  49.61  1:36.10  +1.41  24.75
 9  2  107556 MCCARTHY Jocelyn  1996  CAN   47.00  49.21  1:36.21  +1.52  25.59
 10  12  425803 GROSVOLD Thea  1990  NOR   47.52  48.82  1:36.34  +1.65  26.58