Lokadagur íslenska liðsins á HM Unglinga

Í dag var loka keppnisdagur íslenska liðsins á HM unglinga í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi.

Keppni dagsins í U23 flokki var 15 km og 30 km ganga með hópstarti og hefðbundinni aðferð.

Í karlaflokki voru þrír keppendur og náðu þeir eftirfarandi sætum í dag:
58. sæti - Ísak Stianson Pedersen
60. sæti - Albert Jónsson
67. sæti - Dagur Benediktsson

Í kvennaflokki varð Kristrún Guðnadóttir því miður að hætta keppni í dag.

Úrslit dagsins má sjá nánar hér: karlaflokkur / kvennaflokkur

Á morgun lýkur HM unglinga formlega með boðgöngu, en íslenska liðið mun ekki taka þátt í þeirri keppni og heldur heim á leið á morgun.