Landsliðsþjálfarar SKÍ 2019-2020 ráðnir

Einar Rafn í góðum gír
Einar Rafn í góðum gír

Skíðasamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á þremur landsliðsþjálfurum, einum í hverri grein.  Afreksstarf sambandsins hefur farið ört stækkandi og mikilvægt að vera með landsliðsþjálfara í öllum greinum.  Næsta tímabil verður mikilvægt ár, þar sem landsliðsfólk okkar munu keppast við að ná enn betri árangri á sterkum mótum erlendis ásamt því að við höldum áfram að byggja upp sterkari landsliðshópa til framtíðar.

Alpagreinar:
Grímur Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari í alpagreinum.  Grímur er búsettur í Noregi og hefur víðtæka menntun og reynslu sem skíðaþjálfari. Undanfarin ár hefur hann starfað sem skíðaþjálfari í Noregi ásamt því að vera einn af þremur landsliðsþjálfurum Íslands í fyrra. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í afresstarfi SKÍ undanfarin ár. Stærstu verkefni vetrarins vera m.a. HM unglinga í Noregi, Ólympíuleikar ungmenna í Sviss ásamt því að fylgja liðinu til æfinga og keppni á sterkum FIS mótum erlendis.
Grímur

 

Skíðaganga:
Vegard Karlstrøm hefur verið ráðinn áfram sem landsliðsþjálfari í skíðagöngu. Vegard er búsettur í Noregi og hefur verið landsliðsþjálfari Íslands síðan 2018 og hefur reynst liðinu mjög vel. Hann hefur góða þekkingu og reynslu á því sem þarf til að ná árangri á alþjólegum vettvangi. Stærstu verkefni vetrarins eru m.a. HM unglinga í Þýskalandi, Ólympíuleikar ungmenna ásamt þátttöku Snorra Einarssonar í heimsbikar.
Vegard

Snjóbretti:
Einar Rafn Stefánsson hefur verið ráðinn áfram sem landsliðsþjálfari á snjóbrettum. Einar Rafn er búsettur á Akureyri og hefur þjálfað landslið Íslands frá 2018, en þar á undan var hann þjálfari hjá Skíðafélagi Akureyrar og bjó einnig í Svíþjóð og Danmörku um skeið.  Í Svíþjóð stundaði hann nám samhliða snjóbrettaiðkun.  Einar Rafn mun halda áfram að móta snjóbrettastarfið sem hefur stækkað mikið að undanförnu.  Stærstu verkefni vetrarins verða m.a. HM unglinga og Ólympíuleikar ungmenna ásamt því að fylgja landsliðinu í fjögur mót í Evrópubikar.
Einar Rafn