Landsliðsþjálfarar ráðnir í öllum greinum

Skíðasamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á þremur landsliðsþjálfurum, einn fyrir hverja grein. Afreksstarf sambandsins hefur farið ört stækkandi og mikilvægt að vera með landsliðsþjálfara í öllum greinum. Næsta tímabil verður stórt þar sem þátttaka á Ólympíuleikum ber hæst.

Alpagreinar
Egill Ingi Jónsson var landsliðsþjálfari síðasta vetur og hefur verið framlengt við hann um eitt ár. Næsta vetur verða Ólympíuleikar í Suður-Kóreu stærsta verkefnið. Auk þess má gera ráð fyrir reglulegri þátttöku okkar sterkustu keppenda í álfukeppnum og mögulega heimsbikar.


Skíðaganga
Vegard Karlstrøm hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari í skíðagöngu. Undanfarið hefur Vegard þjálfað í skíðamenntaskóla í Noregi við góðan orðstýr. Á HM í Lahti 2017 var hann smurningsmaður fyrir íslenska liðið. Eins og hjá alpagreinum verða Ólympíleikarnir í Suður-Kóreu stærsti viðburðurinn. Einnig mun Snorri Einarsson taka reglulega þátt í heimsbikarmótaröðinni.


Snjóbretti
Einar Rafn Stefánsson hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari á snjóbrettum. Einar Rafn þjálfaði síðasta vetur hjá Skíðafélagi Akureyrar og þar á undan var hann búsettur í Svíþjóð og Danmörku. Í Svíþjóð stundaði hann nám samhliða snjóbrettaiðkun. Einar Rafn mun halda áfram að móta snjóbrettastarfið sem hefur stækkað mikið að undanförnu. Stefnt er á að snjóbrettakeppendur taki þátt í fyrsta skipti á HM unglinga næsta vetur.