Landsliðsmenn í alpagreinum við keppni í Duved

Gísli Rafn Guðmundsson í Duved
Gísli Rafn Guðmundsson í Duved

Síðustu tvo daga fóru fram tvö alþjóðleg FIS mót í svigi í Duved, Svíþjóð. Duved er rétt hjá Åre og mun undankeppnin á HM í alpagreinum fara fram í Duved. Hluti af landsliðinu í alpagreinum hélt út 2.janúar og tekur þátt í fjórum mótum í Duved og æfir svo í nokkra daga. Er þetta góður og mikilvægur undirbúningur fyrir HM sem fer fram um miðjan febrúar.

3.jan - Stórsvig
45.sæti - Katla Björg Dagbjartsdóttir 109.09 FIS stig

60.sæti - Gísli Rafn Guðmundsson 93.51 FIS stig

4.jan - Stórsvig
19.sæti - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 60.01 FIS stig
35.sæti - Katla Björg Dagbjartsdóttir 99.67 FIS stig

44.sæti - Gísli Rafn Guðmundsson 82.50 FIS stig

Öll úrslit má sjá hér.

Í dag og á morgun fara fram tvö svigmót á sama stað. Hægt er að fylgjast með lifandi tímatöku hér.