Landsliðsfólk keppti víða um liðna helgi

Benedikt Friðbjörnsson endaði í 2.sæti í U15 ára flokki í Sviss
Benedikt Friðbjörnsson endaði í 2.sæti í U15 ára flokki í Sviss

Fyrstu mót vetrarins eru komin á fullt og landsliðsfólk SKÍ byrjað að taka þátt í mótum um allan heim. Nokkrir liðsmenn náðu að bæta stöðu sína á heimslistanum og Benedikt Friðbjörnsson nældi sér í silfurverðlaun í U15 ára flokki á alþjóðlegu FIS móti í Sviss.

Snjóbretti

Glacier 3000, Sviss

16.nóv - Slopestyle
12.sæti Benedikt Friðbjörnsson 11 FIS stig (2.sæti í U15 ára flokki)

Öll úrslit frá Glacier 3000 má sjá hér.

Skíðaganga

Bruksvallarna, Svíþjóð

16.nóv - 10 km frjáls aðferð
123.sæti Albert Jónsson 153.73 FIS stig
149.sæti Dagur Benediktsson 183.96 FIS stig

17.nóv - 15 km hefðbundin aðferð
84.sæti Albert Jónsson 135.24 FIS stig
120.sæti Isak Stianson Pedersen 178.95 stig
131.sæti Dagur Benediktsson 201.76 stig

18.nóv - 1,4 km sprettur frjáls aðferð
43.sæti Isak Stianson Pedersen 111.44 FIS stig (bæting á heimslista FIS)
114.sæti Dagur Benediktsson 219.39 FIS stig (bæting á heimslista FIS)
118.sæti Albert Jónsson 224.73 FIS stig (bæting á heimslista FIS)

Öll úrslit frá Bruksvallarna má sjá hér.

Beitostoelen, Noregur

17.nóv - 1,3 km  sprettur frjáls aðferð
33.sæti Kristrún Guðnadóttir 132.91 FIS stig (bæting á heimslista FIS)

18.nóv - 10 km frjáls aðferð
46.sæti Kristrún Guðnadóttir 280.39 FIS stig

Öll úrslit frá Beitostoelen má sjá hér.