Landsliðsfólk í alpagreinum stendur sig vel - Bætingar á heimslista

María Finnbogadóttir
María Finnbogadóttir

Um helgina var landsliðsfólk í alpagreinum víða við keppni á alþjóðlegum FIS mótum í Evrópu. Margir að standa sig virkilega vel í uppafi tímabils og lofar veturinn góðu.

María Finnbogadóttir endaði í 11.sæti og bætti sig umtalsvert á heimslista FIS. Fékk hún fyrir mótið 45.22 FIS stig en á heimslistanum er hún með 59.14 FIS stig.

Katla Björg Dagjbartsdóttir og Georg Fannar Þórðarson kepptu í Solda á Ítalíu. Katla Björg endaði í 9.sæti og fékk 69.77 sem er mikil bæting en í dag er hún með 97.09 FIS stig. Georg Fannar átti einnig gott mót, endaði í 18.sæti og fékk 84.21 FIS stig en í dag er hann með 103.05 FIS stig.

Hólmfríður Dóra tók þátt í mótum í Ramundberget í Svíþjóð og náði 21.sætinu en náði þó ekki að bæta sína heimslistastöðu.

Sigríður Dröfn Auðunsdóttir var stödd á Ítalíu um helgina og í dag endaði hún í 12.sæti og fékk 83.02 FIS stig sem er nokkur bæting en í dag er hún með 95.37 FIS stig. 

Laugardagur 7.des - Pass Thurn, Austurríki - Svig
11.sæti - María Finnbogadóttir (45.22 FIS stig - bæting á heimslista)

Sunnudagur 8.des - Pass Thurn, Austurríki - Svig
18.sæti - María Finnbogadóttir (54.66 FIS stig - bæting á heimslista)
Öll úrslit frá Pass Thurn má sjá hér.

Laugardagur 7.des - Solda, Ítalía - Svig
9.sæti - Katla Björg Dagbjartsdóttir (69.77 FIS stig - bæting á heimslista)
18.sæti - Georg Fannar Þórðarson (84.21 FIS stig - bæting á heimslista)

Sunnudagur 8.des - Solda, Ítalía - Svig
Georg Fannar Þórðarson og Katla Björg Dagbjartsdóttir luku ekki keppni.
Öll úrslit frá Solda má sjá hér.

Laugardagur 7.des - Ramundberget, Svíþjóð - Svig
21.sæti - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (78.08 FIS stig )

Sunnudagur 8.des - Ramundberget, Svíþjóð - Svig
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir lauk ekki keppni.
Öll úrslit frá Ramundberget má sjá hér.

Laugardagur 7.des - Santa Caterina, Ítalía - Stórsvig
19.sæti - Sigríður Dröfn Auðunsdóttir (94.62 FIS stig)

Sunnudagur 8.des - Santa Caterina, Ítalía - Svig
12.sæti - Sigríður Dröfn Auðunsdóttir (83.02 FIS stig - Bæting á heimslista)
Öll úrslit frá Santa Caterina má sjá hér.