Landsliðin komin á fullt

Snjóbrettaliðin eru á Stubai jökli í Austurríki
Snjóbrettaliðin eru á Stubai jökli í Austurríki

Um þessar mundir eru öll okkar landslið við æfingar erlendis. Undirbúningstímabilið er í hámarki því fyrstu keppnir hefjast strax í bryjun nóvember. Öll liðin eru á jöklum því á þessum árstíma eru fá skíðasvæði opið.

Alpagreinar
Egill Ingi Jónsson landsliðsþjálfari er með hluta af A og B landsliðinu í alpagreinum á Hintertux jökli í Austurríki. Eru liðin búin að vera þar við æfingar síðan 11.október en koma heim til Íslands á morgun.

Skíðaganga
Þeir Brynjar Leó Kristinsson og Sturla Björn Einarsson úr A landsliðinu í skíðagöngu eru við æfingar á Tignes jökli í Frakklandi ásamt Jostein H. Vinjerui landsliðsþjálfara. Fóru þeir út 18.október og verða til 1.nóvember.

Snjóbretti
Unglingalandslið og afrekshópur eru á Stubai jökuli í Austurríki ásamt Viktori Helga Hjartarsyni landsliðsþjálfara. Fór hópurinn út 20.október og verða til 31.október.