Landsliðið í alpagreinum keppti í Bormio - Hólmfríður Dóra í 7.sæti

Landsliðsfólkið og skíðsvæðið í bakgrunn
Landsliðsfólkið og skíðsvæðið í bakgrunn

Hluti af A og B landsliðinu í alpagreinum hefur verið við keppni í Bormio á Ítalíu undanfarna daga. Grímur Rúnarsson, landsliðsþjálfari, var með hópnum og tóku þau þátt í fjórum mótum, tveimur svigum og tveimur stórsvigum. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náði bestum árangri þegar hún endaði í 7.sæti í stórsvigi og María Finnbogadóttir endaði í 9.sæti í svigi.

Hér að neðan má sjá öll úrslit.

16.febrúar - Svig
9.sæti - María Finnbogadóttir
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir luku ekki keppni.

28.sæti - Georg Fannar Þórðarson

17.febrúar - Svig
20.sæti - Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir og María Finnbogadóttir luku ekki keppni.

Georg Fannar Þórðarson lauk ekki keppni.

18.februar - Stórsvig
21.sæti - Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir lauk ekki keppni.

39.sæti - Georg Fannar Þórðarson

19.febrúar - Stórsvig
7.sæti - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
50.sæti - Katla Björg Dagbjartsdóttir
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir og María Finnbogadóttir luku ekki keppni.

Georg Fannar Þórðarson lauk ekki keppni.

Öll úrslit má sjá hér.

Liðið heldur heim á leið í dag en næsta verkefni er HM unglinga í Noregi í byrjun mars.