Landslið í skíðagöngu valin

Snorri Einarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir eru í A-landsliðinu
Snorri Einarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir eru í A-landsliðinu

Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið í skíðagöngu fyrir keppnistímabilið 2017/2018. Mikið kapp verður lagt í að landsliðið fái sem bestan undirbúning fyrir Ólympíuleikana 2018 í Suður-Kóreu. Vegard Karlstrøm hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari og er það mikill fengur. Ólympíuleikarnir eru auðvitað stærsti viðburðinn á næsta ári en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir. Snorri Einarsson mun taka reglulega þátt í heimsbikar-mótaröðinni, en hún er sú sterkast í heimi. 

A-landslið
Albert Jónsson
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Isak Stiansson Pedersen
Snorri Einarsson
Sævar Birgisson

B-landslið
Anna María Daníelsdóttir
Dagur Benediktsson
Kristrún Guðnadóttir
Sigurður Arnar Hannesson