Kristrún og Ísak gerðu góða ferð til Peking

Fjöldi öflugra skíðagöngumanna tók þátt í China City Sprint 2019
Fjöldi öflugra skíðagöngumanna tók þátt í China City Sprint 2019

Kristrún Guðnadóttir og Isak Stiansson Pedersen, landsliðsfólk okkar í skíðagöngu, tóku þátt í China City Sprint mótinu sem fram fór í Peking í Kína dagana 1.-4. mars.  Eftir langt ferðalag beint frá HM í Seefeld í Austurríki tókst þeim að gera vikilega vel og náðu að bæta sig jafnt og þétt með hverju mótinu og náðu bæði fram mikilli bætingu á heimslista FIS. 

China City Sprint var boðsmót á vegum Kínverska Skíðasambandsins og styrktaraðilans Swix, sem buðu keppendum á mótið.  Mótið er liður í undirbúningi Kínverja fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022 og því frábært tækifæri fyrir okkar fólk að keppa þarna.

Árangur Kristrúnar og Isaks var eftirfarandi á mótinu:

Kristrún Guðnadóttir á China City Sprint 2019:
1. mars - Undanrásir: 34. sæti á tímanum 4:25.82 (+34.16) og 200.93 FIS stig.
1. mars - Úrslit: 34. sæti
2. mars - Undanrásir: 30. sæti á tímanum 3:45.90 (+17.13) og 124.68 FIS stig (bæting á heimslista).
2. mars - Úrslit: 30. sæti
4. mars - Undanrásir: 22. sæti á tímanum 3:12.13 (+11.50) og 115.08 FIS stig (bæting á heimslista).
4. mars - Úrslit:  22. sæti
 
Isak Stiansson Pedersen á China City Sprint 2019:
1. mars - Undanrásir: 44. sæti á tímanum 3:53.64 (+24.81) og 174.00 FIS stig.
1. mars - Úrslit: 44. sæti
2. mars - Undanrásir: 33. sæti á tímanum 3:15.39 (+12.32) og 112.59 FIS stig (bæting á heimslista).
2. mars - Úrslit: 33. sæti
4. mars - Undanrásir: 7. sæti á tímanum 2:41.60 (+4.83) og 70.32 FIS stig (bæting á heimslista).
4. mars - Úrslit:  17. sæti