Kristrún bætti sig í álfubikar

Kristrún Guðnadóttir
Kristrún Guðnadóttir

Um helgina tók Kristrún Guðnadóttir, B-landsliðskona í skíðagöngu, þátt í Scandinavian Cup í Vuokatti í Finnlandi. Scandinavian Cup er álfukeppni og flokkast álfukeppnir sem næst sterkustu mótaraðir í heimi á eftir heimsbikarnum. 

Í gær keppti hún í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og endaði í 74.sæti og fékk 151.93 FIS stig. Á heimslista er hún með 159.22 FIS stig og því um bætingu að ræða.

4.jan - 1,2 km sprettur, frjáls aðferð
62.sæti - Kristrún Guðnadóttir 169.66 FIS stig

5.jan - 10 km, hefðbundin aðferð
74.sæti - Kristrún Guðnadóttir 151.92 FIS stig

6.jan - 20 km, frjáls aðferð, hópstart
Kristrún Guðnadóttir lauk ekki keppni

Hér má sjá öll heildarúrslit frá Vuokatti.