YOG 2020 - Keppni í svigi lokið

Allur íslenski alpagreinahópurinn á YOG 2020: Frá vinstri - Þórey Edda Elísdóttir ÍSÍ, Dagmar Ýr Sig…
Allur íslenski alpagreinahópurinn á YOG 2020: Frá vinstri - Þórey Edda Elísdóttir ÍSÍ, Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir SKÍ, Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir SKÍ, Gauti Guðmundsson SKÍ, Grímur Rúnarsson SKÍ, Líney Rut Halldórsdóttir ÍSÍ og Örvar Ólafsson ÍSÍ.

Í gær fór fram keppni í svigi á Ólympíuleikum Ungmenna (YOG) í Lusanne í Sviss. 

Þau Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir úr Víkingi og Gauti Guðmundsson úr KR kepptu fyrir Íslands hönd. 

Svo fór að Aðalbjörg keyrði snemma útúr brautinni í fyrri ferðinni en Gauti náði að klára fyrri ferðina með 33. besta tímann uppá 41.50 sek. Sjá fyrri ferðina hér.  Gauta tóks svo því miður ekki að klára seinni ferðina að þessu sinni.

Íslenski alpagreinahópurinn, sem saman stóð af þeim Aðalbjörgu Lillý og Gauta ásamt Grími Rúnarssyni landsliðsþjálfara SKÍ og Dagmar Ýr Sigurjónsdóttur aðstoðarþjálfara, hefur þá lokið keppni á YOG og heldur heim á leið í dag.

Nú tekur við keppni í skíðagöngu á YOG og heldur skíðagönguhópur SKÍ til Lusanne í dag.  Þar eigum við tvo keppendur þau Lindu Rós Hannesdóttur úr SFÍ og Einar Árna Gíslason úr SKA.   Með þeim í för verða þau Vadim Gusev þjálfari úr SKA og Sigrún Anna Auðardóttir aðstoðarþjálfari úr Ulli.  Keppnin í skíðagöngu stendur yfir dagana 18.-21. janúar og verður bæði keppt í sprettgöngu sem og lengri vegalegdum með bæði frjálsri og hefðbundinni aðferð.  Nákvæma keppnisdagskrá og öll úrslit má sjá inná heimasíðu leikanna hér.