Isak og Kristrún taka þátt í sprettgöngum í Kína

Kristrún og Isak á flugvellinum í Munchen í kvöld, á leið til Peking
Kristrún og Isak á flugvellinum í Munchen í kvöld, á leið til Peking

Isak Stianson Pedersen og Kristrún Guðnadóttir munu taka þátt í þremur sprettgöngum í Kína í byrjun mars. Mótið er haldið á vegum Skíðasambandsins í Kína og Swix, sem framleiðir m.a. áburð, fatnað o.fl. tengt skíðagöngu. Landsliðin í skíðagöngu byrjuðu einmitt að nota keppnisfatnað frá Swix í upphafi þessa tímabíls.

Skíðasamband Íslands þáði boð um að senda keppendur á mótin en um er að ræða undirbúnings- og kynningarmót tengt því að Peking heldur næstu Vetrarólympíuleika árið 2022, en mótin fara einmitt fram í eða við borgina Peking.

Þau tvö munu taka þátt í öllum þremur sprettgöngunum sem fara fram en þær verða allar með frjálsri aðferð. Með þeim í för er Stian Pedersen, faðir Isaks.

Mótaplanið má sjá hér að neðan en fyrsta mótið fer fram í "fuglahreiðrinu" sem var byggt fyrir Sumarólympíuleikana í Peking árið 2008 en þar fór setningarathöfnin meðal annars fram. Leikvangurinn verður einnig notar á Vetrarólympíuleikunum árið 2022.

1.mars - 1,7 km sprettur F - Beijing Olympic Park (Bird Nest Stadium)
2.mars - 1,57 km sprettur F - ShouGang, Peking
4.mars - 1,4 km sprettur F - YanQing

Alla dagskrá og úrslit úr mótunum verður hægt að finna hér.