Hólmfríður Dóra tók þátt í Evrópubikar

Gísli Rafn og Hólmfríður Dóra urðu Íslandsmeistarar í stórsvigi á SMÍ 2018
Gísli Rafn og Hólmfríður Dóra urðu Íslandsmeistarar í stórsvigi á SMÍ 2018

Undanfarna tvo daga tók Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir þátt í tveimur Evrópubikarmótum í Funesdalen, Svíþjóð. Hólmfríður Dóra er í B-landsliðinu í alpagreinum og stundar nám í Svíþjóð þar sem hún æfir með skíðaliði skólans.

Keppt var í tveimur stórsvigum og fá einungis 60 efstu að fara seinni ferð. Evrópubikar er hluti af álfubikarnum og flokkast sem næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar.

Í gær var Hólmfríður Dóra í 81.sæti eftir fyrri ferð og komst því ekki í þá seinni. Í dag náði hún svo ekki að klára fyrri ferð. Niðurstaðan því smá vonbrigði en góð reynsla sem fer í reynslubankann.

Hér má sjá öll úrslit frá Funesdalen.