Hólmfríður Dóra í 10.sæti í Trysil - Mikil bæting á heimslista

Hólmfríður Dóra og Katla Björg
Hólmfríður Dóra og Katla Björg

Fyrir stuttu lauk alþjóðlegu FIS svigmóti í Trysil, Noregi.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var eini íslenski keppandinn sem lauk keppni og gerði hún það með glæsibrag. Hún endaði í 10.sæti og fékk 50.51 FIS stig sem er mikil bæting á heimslista en þar er hún með 71.00 FIS stig.

Laugardagur 8.desember - Svig
10.sæti Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir og Gísli Rafn Guðmundsson luku ekki fyrri ferð.

Hér má sjá öll úrslit frá Trysil.