HM unglinga - Sprettgöngu lokið

HM unglinga í skíðagöngu fer fram þessa dagana í Oberwiesenthal í Þýskalandi. Sex íslenskir keppendur taka þátt í ár og með þeim í för er Vegard Karlstrom, landsliðsþjálfari, ásamt aðstoðarmanni. Mótið er þannig uppsett að í raun er um tvö mót að ræða, annars vegar HM unglinga (aldur 17-20 ára) og svo U23 (aldur 21-23 ára). Keppni hófst í gær með sprettgöngu á HM unglinga og svo tók U23 sína sprettgöngu í dag. Allir sex keppendurnir tóku þátt í sprettgöngunni en engin þeirra komst í úrslitin þar sem einungis efstu 30 komust þangað. Bestum árangri náði Isak Stianson Pedersen með 41.sæti, en hins vegar náðu þau Anna María, Jakob og Albert að bæta stöðu sína á heimslista.

Laugardagur 29.febrúar - Sprettganga HM unglinga
79.sæti - Anna María Daníelsdóttir 324.21 FIS stig (bæting á heimslista FIS)

85.sæti - Jakob Daníelsson 349.98 FIS stig (bæting á heimslista FIS)

Sunnudagur 1.mars - Sprettganga U23
45.sæti - Kristrún Guðnadóttir 194.44 FIS stig

41.sæti - Isak Stianson Pedersen 131.92 FIS stig
59.sæti - Dagur Benediktsson 200.27 FIS stig
60.sæti - Albert Jónsson 214.95 FIS stig (bæting á heimslista FIS)

Öll úrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram 5/10 km C hjá HM unglinga aldurshópnum og því verða þau Anna María Daníelsdóttir og Jakob Daníelsson meðal keppenda. Keppni hefst kl.09:00 hjá stúlkum og kl.11:00 hjá piltum. Lifandi tímatöku verður hægt að sjá hér.

Ýmislegt efni tengt mótinu má svo finna á heimasíðu mótsins.