HM unglinga í skíðagöngu - Þriðja degi lokið

Hluti af keppnisbrautinni í dag
Hluti af keppnisbrautinni í dag

Áfram hélt keppni á HM unglinga í skíðagöngu sem fram fer í Lahti, Finnlandi.

Keppni dagsins var 5 / 10 km ganga með frjálsri aðferð og var Sigurður Arnar Hannesson á meðal keppenda. Endaði hann í 98.sæti og fékk 278.33 FIS stig sem er bæting á núverandi stöðu á heimslista.

Úrslit dagsins má sjá hér.

Á morgun keppir U23 ára hópurinn í 10/15 km, einnig með frjálsri aðferð. Keppni hefst snemma á morgun þegar kvennaflokkur fer af stað kl.07:30 á íslenskum tíma og karlarnir fara kl.10:00 af stað. Öll úrslit ásamt ráslistum má sjá hér.