HM unglinga í skíðagöngu - Keppendur valdir

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur til þátttöku á HM unglinga sem fram fer í Lahti í Finnlandi dagana 19.-27.janúar 2019. Er þetta í fyrsta sinn í mjög langan tíma sem SKÍ sendir keppendur á þetta mót. 

Í raun er um tvö mót að ræða á sama tíma og sama stað. Annars vegar HM unglinga sem er fyrir 17-20 ára og HM U23 sem er fyrir 21-23 ára. SKÍ sendir fjóra keppendur á HM U23 mótið og einn keppanda á HM unglinga. Hér að neðan má sjá þá sem hafa verið valdir en valið var eftir áður útgefinni reglu.

Íslensku keppendurnir hefja leik 20.janúar en þá keppir Sigurður Arnar Hannesson í sprettgöngu. Daginn eftir keppa aðrir íslenskir keppendur á HM U23 í sprettgöngu.

Keppendur
Kristrún Guðnadóttir - HM U23

Albert Jónsson - HM U23
Dagur Benediktsson - HM U23
Isak Stianson Pedersen - HM U23
Sigurður Arnar Hannesson - HM unglinga

Þjálfarar
Vegard Karlstrøm - Landsliðsþjálfari í skíðagöngu
Steven Gromatka - Aðstoðarþjálfari

Hér verður hægt að finna öll úrslit frá mótinu sem og lifandi tímatökur. Á heimasíðu mótshaldara má svo finna ýmar góðar upplýsingar.